Umbætur við skólana í Kitetika, Kasangati og Rackoko - ABC barnahjálp

Umbætur við skólana í Kitetika, Kasangati og Rackoko

Ráðist var í endurbætur á hreinlætisaðstöðu við fjóra af skólunum okkar í Kitetika, Kasangati og Rackoko í ágúst síðastliðnum og lauk þeim nú í byrjun október. Var unnin bragarbót á salernisaðstöðu auk þess sem gerðar voru nýjar rotþrær. ABC sendi peninga út til að fjármagna þetta brýna verkefni til að tryggja að hreinlæti sé eins og best verður á kosið. Einnig komu nýsjálensk hjálparsamtök að fjármögnuninni.

Það er mikilvægt að gera hreinlætisaðstöðu þannig úr garði að hún endist sem lengst og er það liður í að ná settum markmiðum okkar um sjálfbæra þróun. Það er að auki mikilvægt að nemendur læri góða siði hvað hreinlæti varðar og til að þeir geti tamið sér góða siði þarf aðstaðan að vera góð. Það er mikilvægt að stuðla að því að nemendur hafi sjálfsvirðingu og góð hreinlætisaðstaða er liður í að byggja upp sjálfsvirðingu nemenda.