Barnmissionen - ABC barnahjálp

Barnmissionen

Náið samstarf ABC barnahjálpar og Barnmissionen

ABC barnahjálp og Barnmissionen í Svíþjóð starfa náið saman með þá hugsjón að leiðarljósi að allir geti lifað lífinu með reisn.

Samvinnu milli samtakanna er hægt að rekja aftur til ársins 1989. Þá kom stofnandi Barnmissionen, Sigvard Wallenberg, til Íslands og leitaði stuðnings fyrir börn sem bjuggu á ruslahaugum Manila á Filippseyjum. Samstarfið sem hófst í kjölfarið leiddi til þess að ABC, þá nýlega stofnuð samtök, hófu að styrkja til náms börn á Filippseyjum.

Í kjölfar fjármálakreppunnar og falli krónunnar var mikill vilji hjá Bo Wallenbergs, núverandi framkvæmdarstjóra Barnmissionen, að hjálpa til á einhvern hátt. Á þeim tíma kom til umræðu hugmyndin um enn nánara samstarf. Árið 2015 var formleg ákvörðun tekin og samningar undirritaðir sem samræma starfið án þess að breyta ytri umgjörð samtakanna. Í dag sinna samtökin gæðaeftirliti í öllum skólum ABC og heimsækja vettvang reglulega.

Með því að smella á myndina hér að ofan getur þú skoðað heimasíðu Barnmissionen.