ABC barnahjálp starfar nú í 6 löndum Asíu og Afríku
Hafðu sambandskrifstofa ABC
Aðalskrifstofa ABC barnahjálpar er staðsett í Víkurhvarfi 2 í Kópavogi. Skrifstofan er opin frá kl 09:00 til 16:00, mánudaga til föstudaga.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun.
ABC barnahjálp starfar nú í 6 löndum Asíu og Afríku en þau eru: Indland, Pakistan, Filippseyjar, Kenýa, Úganda og Burkina Faso. ABC barnahjálp styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum og barnaheimilum ABC. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat.
ABC barnahjálp hefur byggt mörg barnaheimili og skóla á undanförnum árum sem fjármögnuð hafa verið með söfnunarfé, opinberum framlögum og stökum gjöfum einstaklinga og fyrirtækja.
ABC skólastarfið er lengst á veg komið á Indlandi þar sem nemendur geta m.a. útskrifast með háskólagráður. ABC hefur útskrifað á þriðja þúsund nemendur sem hafa farið út í lífið með nýja von og góða menntun í farteskinu.
ABC barnahjálp er sjálfseignarstofnun og skilar endurskoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar ár hvert. Ársreikninga má finna á heimasíðunni.
Starfsemi ABC barnahjálpar
Starfsemin felst í því að koma á fót skólum og heimavistum í fátækum löndum Afriku og Asíu. ABC starfar náið með heimamönnum sem stjórna starfinu á flestum stöðum.
10 meginreglur
ABC barnahjálpar
ABC barnahjálp hefur byggt mörg barnaheimili og skóla á undanförnum árum sem fjármögnuð hafa verið með söfnunarfé, opinberum framlögum og stökum gjöfum einstaklinga og fyrirtækja.
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega
Hafðu samband- ABC barnahjálp byggir starf sitt á kristnum gildum og leitast við að framfylgja boðorðinu um að elska náungann eins og sjálfan sig og bera hvers annars byrðar. Ávallt skal virða trúarskoðanir skjólstæðinga og taka tillit til þeirra.
- ABC barnahjálp leitast við að veita hverju þurfandi barni hjálp eftir því sem unnt er án tillits til kyns, kynþáttar, trúar, litarháttar, fötlunar eða öðru því sem mismunun gæti valdið.
- ABC barnahjálp tekur ekki afstöðu til mismunandi stjórnmálaskoðana eða -flokka og skiptir sér ekki af stjórnmálum.
- Meginhlutverk ABC barnahjálpar er að:
- Gefa umkomulausum götubörnum heimili
- Veita fátækum börnum aðgang að góðri menntun með því að koma á fót leik-, grunn- og framhaldsskólum þar sem þörf er á og styrkja börn til náms
- Sinna heilbrigðismálum barnanna
- Bjóða upp á fullorðinsfræðslu s.s. lestrarkennslu
- Stuðla að bættri afkomu fátækra fjölskyldna með örlánum og öðrum úrræðum
- Sinna neyðarhjálp ef aðstæður skapast
- ABC barnahjálp leitast við að hjálpa eins mörgum þurfandi börnum og unnt er. Þó skal þess gætt að fjöldi barnanna komi ekki niður á gæðum þeirrar hjálpar sem veitt er.
- Þegar börn eru valin inn í prógram ABC barnahjálpar skulu þau börn ávallt hafa forgang sem eru í mestri þörf og hafa ekki von um aðra hjálp.
- Börn undir verndarvæng ABC barnahjálpar skulu njóta ástar, umhyggju og verndar. Þau skulu fá nauðsynlegt atlæti til að þroskast og dafna eðlilega.
- Leitast skal við að veita skjólstæðingum ABC barnahjálpar varanlega og heildstæða hjálp.
- Ávallt skal leitast við að sýna skjólstæðingum ABC barnahjálpar virðingu og stuðla að sjálfstæði þeirra og sjálfbærni.
- Allt starf ABC barnahjálpar skal einkennast af kærleika, heiðarleika og góðri ráðsmennsku.