Úganda

Aloyo Kala (Karla) segir hér sögu sína. Myndbandið er tekuð upp og unnið af fyrrum nemendum ABC skólans í Úganda.

Kenýa

Elvis Mogunde segir okkur sína sögu af því að vera í ABC skólanum í Nairóbí í Kenýa.

Bangladess

Jordan Huston tók upp þetta myndband þar sem hann hitti Albert, skólastjóra Heimili Friðar í Bangladess. Við erum Jordan afar þakklát fyrir að gefa okkur leyfi til að birta þetta hér.

Bangladess

Hér má sjá annað myndband tekið upp og unnið af Jordan Huston og birt með hans samþykki. Albert skólastjóri Heimili Friðar segir hér frá skólastarfinu í Bangladess.

Búrkína Fasó

Árið 2014 var þetta kynningarmyndband tekið upp. Hér er fjallað um starf Hinriks og Gullýar í Búrkína Fasó. Síðan þá hefur mikil uppbygging átt sér stað og starfið vaxið og dafnað.

Úganda

Laufey framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar fór ásamt Oddi. blðaðmanni og starfsmanni ABC barnahjálpar til Úganda í apríl síðastliðnum. Hér má sjá myndband frá heimsókn þeirra í framhaldsskólann í Kitetikka.

Úganda

Hér má sjá myndband frá heimsókn Laufeyjar, framkvæmdastjóra og Oddi, blaðamanni, heim til stuðningsbarns í Úganda í apríl síðastliðnum.

Búrkína Fasó

Anna Þorsteinsdóttir og Hilmar Kristinsson dvöldu um þriggja mánaða skeið í Búrkína Fasó árið 2015 og aðstoðuðu þar við það sem til þurfti.

Ísland

Lagið Colors of Love var gefið út árið 2008. Höfundur lagsins er Ívar Halldórsson og er það flutt svo fallega af Regínu Ósk. Var lagið gefið út í tilefni 20 ára afmæli ABC barnahjálpar árið 2008.

Úganda – Ísland

Amis, drengur sem var í ABC skólanum í Úganda mætti óvænt á skrifstofu ABC barnahjálpar sumarið 2017. Hér að neðan má sjá innslag úr Ísland í dag, þar sem Amis hitti Köru, stuðningsforeldri sitt í fyrsta skipti.