Samskipti við styktarbörn - ABC barnahjálp

ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun.

ABC barnahjálp starfar nú í 6 löndum Asíu og Afríku en þau eru: Indland, Pakistan, Filippseyjar, Kenýa, Úganda og Burkina Faso. ABC barnahjálp styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum og barnaheimilum ABC. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat.

ABC barnahjálp hefur byggt mörg barnaheimili og skóla á undanförnum árum sem fjármögnuð hafa verið með söfnunarfé, opinberum framlögum og stökum gjöfum einstaklinga og fyrirtækja.

ABC skólastarfið er lengst á veg komið á Indlandi þar sem nemendur geta m.a. útskrifast með háskólagráður. ABC hefur útskrifað á þriðja þúsund nemendur sem hafa farið út í lífið með nýja von og góða menntun í farteskinu.

ABC barnahjálp er sjálfseignarstofnun og skilar endurskoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar ár hvert. Ársreikninga má finna á heimasíðunni.