Uppgangurinn í ABC skólanum í Búrkína Fasó heldur áfram og gjafmildin ræður ríkjum.
Ný vatnsdæla er komin í jörðina á skólalóðinni. Vatnið rennur úr öllum krönum en starfsmenn og sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum undanfarið. Það þarf vart að taka það fram en þetta kemur sér ótrúlega vel fyrir alla á svæðinu.
Það er svo gaman að geta þess að íslensku sjálfboðaliðarnir fóru út með mörg pör af íþróttaskóm sem verslanirnar Toppmenn og Sport á Akureyri og Eins og fætur toga í Reykjavík gáfu. Mikill hluti barna stundar bæði fótbolta og körfubolta og fengu körfuboltaiðkendurnir að njóta góðs í þetta skiptið. Það var mikil gleði þegar skórnir voru mátaðir og leit hófst að rétta parinu. Það verður vel passað upp á skóna en þeir verða geymdir í skólanum og eingöngu notaðir á æfingum og til að keppa.