Við kveðjum ABC complex School í Namelok Kenýa - ABC barnahjálp

Við kveðjum ABC complex School í Namelok Kenýa

Í lok árs 2011 setti ABC barnahjálp á fót skóla að nafni ABC complex School á svæði Masai fólksins í suðurhluta Kenýa. Samningur ABC barnahjálpar og skólans rann út um síðustu áramót og í lok janúar var skólinn skráður sem ríkisskóli og nýir kennarar og skólastjóri ráðnir af ríkinu. Sjáum við að aðstaða og framtíð skólans og barnanna sé trygg með aðkomu ríkisins og annarra stuðningsaðila. Við færum því stuðning ABC barnahjálpar á nýja staði þar sem þörfin er meiri fyrir aðstoð okkar og skólastarf á byrjunarstigi.

Skólinn byrjaði starfið undir tré og síðan þá eða á 9 árum hefur ABC barnahjálp með dyggri hjálp stuðningsaðila og fjáröflunarherferða í gegnum árin byggt nokkrar skólastofur, heimavistir fyrir bæði drengi og stúlkur og eldhús. Á síðasta ári var lokið við að byggja múr í kringum skólann og ný borhola og vatnsturn byggður.  Námsáragnur barnanna hefur batnað jafnt og þétt og allur aðbúnaður verið bættur.

Það er því með virðingu og þakklæti sem ABC barnahjálp kveður skólann, starfsfólk og börnin og óskum við þeim velfarnaðar og bjartrar framtíðar.




Skildu eftir svar