Zarah Espeleta er í kennaranámi í Philippine Normal háskólanum á Filippseyjum. Með hjálp stuðningsforeldris í gegnum ABC barnahjálp hóf hún nám í forskóla og hefur alla tíð staðið sig mjög vel. Hún þreytti erfitt inntökupróf sem fáir standast á hverju ári til að komast í háskólann.
Stuttu eftir útskrift hennar frá Batasan gagnfræðaskólanum lést faðir hennar af slysförum. Nú er móðir hennar eina fyrirvinnan en hún sinnir þrifnaðarstörfum og fær fyrir það lág laun. Þökk sé fjárhagsstyrknum sem Zarah fær getur hún stundað námið og hann skiptir einfaldlega öllu máli.
Hún vill klára skólann og draumur hennar er að geta leyst móður sína og systur úr hlekkjum fátæktar. Eina leiðin til þess er að klára menntunina og finna gott starf.