Vill verða læknir - ABC barnahjálp

Vill verða læknir

Armand Benidict Layno er 10 ára gamall og hann nýtur stuðnings til náms í Molfrid skólanum á Filippseyjum. Hann hefur búið við fátækt frá fæðingu og móðir hans vinnur við að tína upp þurrvið og selja hann til fólks í nágrenninu. Hún hefur ekki efni á að kosta skólagöngu sonar síns.

Faðir Armands dó úr hjartaáfalli þegar hann var fjögurra ára gamall og því vill hann verða læknir. Hann vill hjálpa öllum að forðast sömu örlög og faðir sinn. Að sögn kennara stendur Armand sig mjög vel í námi og er alltaf meðal tíu efstu í sínum bekk.

Þökk sé fjárhagslegum stuðningi til náms þá geta draumar Armands ræst. Hann leggur sitt af mörkum með því að stunda námið af hörku en ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væri fyrir stuðningsaðila.