Vinnuferð til Búrkína Fasó - ABC barnahjálp

Vinnuferð til Búrkína Fasó

búrkina heimsókn

Nú í október fóru 7 íslendingar í vinnu og hjálparferð til Búrkína Fasó. Tóku þau með sér fullar töskur af gjöfum, fullt af hæfileikum og vinnufúsar hendur.

Meðal annars tóku þau með sér 4 fullar töskur af íþróttabúningum frá íþróttafélögunum Haukum og Stjörnunni og erum við afskaplega þakklát fyrir þá fallegu gjöf. Enda mikið íþróttastarf í ABC skólanum í Búrkína Fasó og sést það vel á myndinn sem hér fylgir hvað börnin voru ánægð með þessa gjöf.

Við hjá ABC barnahjálp erum ótrúlega þakklát fyrir það óeigingjarna starf sem þessir einstaklingar unnu og biðjum Guð að blessa þau margfallt.

Hér sjáum við mynd af hópnum ásamt Hinrik og Gullý sem leiða starfið í Búrkína Fasó.

 

20171011 103813