#WorldChildrensDay - ABC barnahjálp

#WorldChildrensDay

Barnasáttmálið sameinuðu þjóðanna var samþykktur á þessum degi fyrir 32 árum. Af því tilefni er 20. nóvember ár hvert fagnað sem alþjóðlegum degi barna um allan heim. 

Í dag gleðjumst við yfir því að geta með hjálp ykkar stuðlað að betra lífi þeirra barna sem þið, stuðningsaðilar, styrkið til náms og betra lífs. Í öllum þeim skólum sem ABC barnahjálp er í samstarfi við eru skýrir skilamálar um velferð barnanna, í samræmi við Barnasáttmálann, og getum við stolt sagt frá því að okkar samstarfsaðilar hugsa mjög vel um börnin og hafa staðið sig vel í að uppfylla þær kröfur.

Gott er að nýta þennan dag til að minna sig á réttindi allra barna. Líka þeirra fátæku. Það sem við gerum fyrir börnin í dag – hefur áhrif á alla þeirra framtíð!




Skildu eftir svar