fbpx

Í UPPHAFI

Lifa lífinu með reisn

Stofnendur ABC barnahjálpar voru átta einstaklingar; Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hannes Lentz, Hjalti Gunnlaugsson, Gunnar Halldórsson, Georg Ólafur Tryggvason, Guðfinna Björnsdóttir, Ólafur Gränz og Halldór Pálsson. Samtökin voru stofnuð árið 1988.

Hugsjón og vilji til að hjálpa bágstöddum var ástæðan en fyrst um sinn var ekki ljóst hvaða stefnu þessi nýju samtök myndu taka. Fyrsta verkefnið var að fjármagna gerð lestrarkennslubóka og haldin voru tvö námskeið handa tveimur indíánaættbálkum í Mexíkó. Á ferðalagi sínu umhverfis heiminn varð Guðrún Margrét vitni að mikilli fátækt og það snerti hana mikið þegar hún uppgötvaði hve margir voru ólæsir.

Árið 1990 upphófst svo samstarf við sænsku hjálparsamtökin Barnmissionen og ABC hóf að styrkja fátæk börn til náms á Filippseyjum. Þetta var hægt með dyggum stuðningi íslensku þjóðarinnar. Sýnin varð skýr og allar götur síðan hafa samtökin styrkt fátæk börn til náms í Afríku og Asíu með hjálp landsmanna.

Skjólstæðingar ABC eru þeir umkomulausu og markmiðið er að hjálpa þeim að lifa lífinu með reisn. Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.

Smelltu hér til að skoða nánar sögu starfsins.