Nú fer að líða að árlega söfnunarverkefninu okkar Börn hjálpa börnum og er þá gaman að líta til baka og rifja upp í hvað peningarnir fóru sem söfnuðust á síðasta ári – en þá var söfnin haldin í 20. skipti. Þeir fjármunir sem safnast saman ár hvert skipta gríðarlega miklu máli fyrir þá sem þiggja þá og erum við afskaplega þakklát þeim börnum á Íslandi sem taka þátt í þessari söfnun með okkur. Þeirra framlag er ómetanlegt.
Hér má sjá Þráinn Skúlason ásamt heimamönnum við byggingu nýrrar skólastofu í Namelok.
Byggð var ný skólabygging með tveimur fullbúnum kennslustofum og keypt var tölva og prentari.
Í Búrkína Fasó var söfnunarfé nýtt í að hjálpa til við uppbyggingu á nýjum glæsilegum matsal.
Í Búrkína Fasó var söfnunarfé nýtt í að hjálpa til við uppbyggingu á nýjum glæsilegum matsal.
Í Naíróbí styrktum við ljóðahóp í ABC skólanum í Star of Hope. Ljóðahópurinn hefur staðið sig frábærlega í hinni árlegu Kenya Music Festivals og hefur meðal annars unnir til fyrstu verðlauna í einni greininni fyrir ljóðaflutning.
Í Naíróbí stóð söfnunin einnig fyrir endurnýjun á húsgögnum og húnæði heimavistarinnar og eldhúsi. Auk þessa var endurnýjað skólabúningar, skólatöskur og snyrtivörur fyrir nemendur framhaldsskólans.
Í Naíróbí stóð söfnunin einnig fyrir endurnýjun á húsgögnum og húnæði heimavistarinnar og eldhúsi. Auk þessa var endurnýjað skólabúningar, skólatöskur og snyrtivörur fyrir nemendur framhaldsskólans.
Í Naíróbí stóð söfnunin einnig fyrir endurnýjun á húsgögnum og húnæði heimavistarinnar og eldhúsi. Auk þessa var endurnýjað skólabúningar, skólatöskur og snyrtivörur fyrir nemendur framhaldsskólans.
Í Úganda styrkti söfnunin endurbyggingu á leikskóla ABC skólans, meðal annars var þakið lagað og var byggður nýr veggur.
Í Úganda styrkti söfnunin endurbyggingu á leikskóla ABC skólans, meðal annars var þakið lagað og var byggður nýr veggur.