Gleðilega páska! - ABC barnahjálp

Gleðilega páska!

Kæru vinir og velunnarar!

Við þökkum frábærar móttökur á Nytjamarkaðinum okkar á Nýbýlaveginum en nú höfum við verið staðsett þar í rúman einn og hálfan mánuð. Óhætt er að segja að Páskaleikurinn okkar hafi slegið í gegn en 9 heppnir viðskiptavinir okkar unnu glæsileg páskaegg frá Freyju.

Nytjamarkaðurinn og skrifstofan taka sér að sjálfsögðu páskafrí en við hlökkum til að sjá ykkur aftur þriðjudaginn 6.apríl.

Gleðilega páska!




Skildu eftir svar