fbpx
200x200

Jomba Baraza er borinn og barnfæddur á Mlango Kubwa svæðinu, í Mathare fátækrahverfinu. Honum var bjargað þaðan og fékk inngöngu í ABC skólann í Mathare þar sem hann hlaut sína menntun og almennan velferðarstuðning. Hér á eftir fylgir samtal, sem hann átti við fulltrúa MCE á meðan hann var í fríi hjá Ungmennaþjónustu Kenía (National Youth Service).

Hvers vegna varst þú á götunni? Og hversu lengi?

Áður en ég kom til ABC var lífið heima hjá mér mjög erfitt og um leið og við höfðum aldur til, þá fórum ég og systkini mín á stræti Nairobi til að betla, því báðir foreldrar okkar voru atvinnulausir.  Foreldrar mínir gátu ekki greitt skólagjöldin okkar, ástand hússins var óviðunandi og það litla, sem þau gátu útvegað, dugði ekki til framfærslu okkar allra. Ég man það mjög vel að árið 2002 byrjaði ég að betla á strætum Nairobi þar sem ég hitti önnur götubörn eins og mig, sem voru þarna vegna vandamála heima hjá þeim. Ég var götubarn í meira en fimm ár.

Hvar værir þú ef þú hefðir ekki komist að hjá ABC?

Lífið hefði orðið mjög erfitt ef ég hefði þurft að lifa þarna áfram því þetta líf var ömurlegt, skammarlegt og einmannalegt.  Flest barnanna, sem ég ólst upp með, fóru í skóla á meðan ég var betlandi á götunum og kannski væri ég dauður því það að vera þarna eykur mjög hættuna á að fara að taka hörð eiturlyf og stunda glæpi til þess að lifa af. Á þessum tíma fannst mér ég útskúfaður og yfirgefinn af samfélagi mínu.

Hvernig hefur ABC breytt lífi þínu??

ABC Ísland hefur hjálpað mér gríðarmikið varðandi mína almennu velferð sem og að ná góðum árangri. Áður en ég byrjaði hjá ABC bar ég ekki í brjósti neina von eða nokkurn metnað varðandi framtíð mína og gat ekki ímyndað mér að ég mundi nokkurn tíma byrja í skóla því megin markmið mitt var einfaldlega að lifa af. ABC skólinn í Mathare tók mig af götunni, þegar ég var lítið barn árið 2007 á strætum Nairobi. Ég  fór til ABC og hóf mitt skólanám í öðrum bekk þar sem ég lærði að lesa og skrifa á bæði kiswahili og á ensku. Mér var líka séð fyrir mat, fatnaði og naut umhyggju og öryggis sem nemandi í skólanum. Líf mitt hefur breyttst á virkilega jákvæðan hátt síðan þá, árið 2013 tók ég K.C.P.E prófin, náði þeim og tókst að ná inn á menntaskólastigið. Ég varð að leggja hart að mér í skólanum til að ná góðum árangri, jafnvel þó svo ég ætti í erfiðleikum með námið. Ég vissi í hjarta mínu að líf mitt og framtíð mundi breytast til hins betra. Árið 2017 tók ég mín lokapróf í menntaskólanum og náði þeim öllum.

Hvað ert þú að gera núna? Á hvaða stigi?

Eftir að ég lauk menntaskólanáminu hóf ég störf hjá Ungmennaþjónustu Kenía (the National Youth Service) en helsta hlutverk  þess er að vera gerandi í valdeflingu ungmenna í Kenía. Aðal stefnumálið er að móta ungmenni landsins og gera þau að vel skipulögðum og ábyrgum þegnum svo þjóðin eflist, með þjálfun og ábyrgri þátttöku í félagslegum og efnahagslegum athöfnum.

Um hvað dreymir þig að áorka í lífinu/hvað langar þig að gera fyrir heiminn og fyrir okkur sjálf?

Mig hefur alltaf dreymt um að ná árangri í lífinu til framtíðar og þá hef ég mikla löngun til að láta gott af mér leiða hjá þeim, sem eru hjálpar þurfi. Ég vil byggja upp sterkt samband milli mín og þess samfélags, sem innrætti mér gott siðferði, lífsreynslu, að vera raunsær, ábyrgur og að hafa góð áhrif á umhverfi mitt. Takmark mitt er að láta heiminn vita af og læra af kostum breytinga and fara að átta sig á hinum valkostinum við óábyrga hegðun og  viðurkenna tilvist Guðs. Til að bera heiminn að betri stað, að skapa gott samband milli hinna ríku og hinna fátæku, því öll erum við sköpuð af Guði.

Skildu eftir svar