Mikilvægi menntunar. - ABC barnahjálp

Mikilvægi menntunar.

Ég heiti Hridoy Pauria. Ég kom til að nema við Heimili Friðar árið 2015. Nú er ég nemandi í tíunda bekk. Ég er drengur frá fátækri þjóðrækinni fjölskyldu. Menntakerfið í þjóðfélagi okkar er ekki gott.

Foreldrum mínum var alveg sama um menntun. Vegna þess að ég var ekki í skóla, þá ráfaði ég um þorpið eins og götustrákarnir og ánetjaðist gul og nikótíni. (Gul er munntóbaksduft, sem nuddað er yfir tennur og góm). Mikilvægi menntunar var ekki til í lífi mínu. Foreldrum mínum tókst jafnvel ekki að láta mig læra vel.

Þegar ég byrjaði að læra í sjötta bekk á heimilinu árið 2015, fór að breytast. Ég byrjaði að skilja mikilvægi menntunar í lífi mínu. Hin börnin í þorpinu mínu hafa ekki þetta tækifæri. Ég læri á tölvur hér, sem hjálpar mér.
Heimili Friðar hefur fært mér töfrandi, orkumikið líf og ég bý í fallegu umhverfi. Ég er öruggur hérna. Við fáum góða menntun, sem mun hjálpa okkur í lífi okkar. Ég þakka Heimili Friðar fyrir að koma með þessa breytingu í líf mitt.

Heimili Friðar hjálpar mér að láta drauma mína rætast. Mig langar að verða læknir.