fbpx
200x200

Glydell Rica N. Gerente er 24 ára gömul kona frá Filippseyjum. Árið 2017 starfaði hún sem sjálfboðaliði hjá Children´s Mission Philippines – CMP og fékk í kjölfarið boð um að fá stuðningaðila frá ABC barnahjálp á Íslandi og hefja nám aftur. Hún útskrifaðst nú í sumar sem kennari og hefur hafið störf hjá CMP sem leikskólakennari. Hér segir hún okkur sögu sína.

Ég heiti Glydell og er 24 ára gömul. Ég er nýlega útskrifuð úr Colegio de Montalban með bakkalár gráðu í kennslufræðum með áherslu á leikskólakennslu. Ég er óendnanlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri og stuðning til að fara aftur af stað í skóla og klárað mitt nám sem ég hafði mikinn áhuga á og gat lagt mikinn metnað í. Áður en ég fór í háskólann fékk ég tækifæri til að starfa sem sjálfboðaliði hjá CMP, tók til dæmis þátt í uppsetningu á Páskaleikritinu og var leiðbeinandi í Krakkabúðum. Ég átti ekki von á að það að gerast sjálfboðaliði hjá CMP myndi verða til þess að ég fengi stuðning til háskólanáms. Þess vegna er ég svo þakklát CMP, ABC barnahjálp og Guði. Að fá þennan stuðning gaf mér svo mikla gleði, ekki bara vegna fjárhagslega stuðningsins – heldur álít ég stuðningsaðilann minn fjölskyldu mína.

Í gegnum námið hélt ég áfram að hjálpa til hjá CMP. Stundum var óskað eftir aðstoð minni á skrifstofunni og mætti ég þangað glöð að hjálpa til. Það var svo gaman að setjast við tölvuna og fá tilfinninguna fyrir því hvernig það væri að vera í vinnu í framtíðinni, sem ég sá fram á að geta fengið vegna stuðningsins frá ABC.

Þau góðu áhrif sem stuðningurinn hefur haft á mig og fjölskyldu mína er meðal annars að foreldrar mínir þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki greitt skólagjöldin mín. Þau eru svo þakklát fyrir stuðninginn, einnig þegar þau fengu hjálp vegna flóða eftir fellibylinn Ulysse og mataraðstoð í Covid, sem var mikil hjálp fyrir fjölskylduna mína.

Ég vil að ABC og stuðningaðili minn viti hversu þakklát ég er fyrir að hafa ykkur að í minni vegferð undanfarin 4 ár sem háskólanemi. Stundum stóð ég frammi fyrir erfiðleikum en hvatningin og stuðningurinn frá ykkur hjálpaði mér virkilega að sækjast eftir draumum mínum og gefast ekki upp. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar stuðnings.

Ég vil þakka ykkur fyrir frá mínum dýpstu hjartarótum. Ég bið að Guð muni halda áfram að leiða, styðja og blessa ykkur og fjölskyldur ykkar og ykkar fallega hjartalag, að hjálpa nemendum eins og mér að nálgast drauma sína.

Skildu eftir svar