fbpx
200x200

Árið 2009 byrjaði Juliette í ABC skólanum í borginni Bobo Dioulasso í Búrkína Fasó.

Juliette var þá 8 ára.  Hún kom frá mjög fátæku heimili eins og flest börnin í ABC skólanum. Húsnæðið var kofi reistur úr leirsteinum og bárujárn á þakinu. Börnin voru 5, hún var eina stelpan en bræðurnir 4.

Juliette gekk ekki mjög vel í bóklega náminu og hætti þar eftir 4.bekk. Það ár stofnuðum við sauma eða öllu heldur klæðskeradeild í skólanum. Juliette byrjaði þar og lauk prófi eftir þriggja ára nám. Eftir það vann hún hjá klæðskera í 2 ár til frekari þjálfunar.

Núna í október byrjaði hún sem aðstoðarkennari í saumadeildinni sem er enn í skólanum. Hennar hlutverk verður að kenna 1. árs nemendum, sauma skólabúninga og vera Ismael sem kenndi henni til aðstoðar. Ismael valdi Juliette vegna þess hve hún er einstaklega góð og lagin saumakona. – Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð að sjá nemendur okkar fá að blómstra í því sem liggur vel fyrir þeim.

Skildu eftir svar