fbpx
200x200

Skákkennsla byrjaði í ABC skólanum í Búrkína Fasó síðastliðið haust og hefur góður hópur nemenda sýnt skákinni mikinn áhuga. Við útbjuggum sýningartafl og einfalda taflmenn sem kennarinn notar í kennslunni.

Þúsundþjalasmiðurinn okkar, Adam Ásgeir Óskarsson, útbjó í framhaldinu gæða taflmenn fyrir sýningarborðið og fékk góða aðstoð frá öflugum fjölskyldumeðlimum.

Skáksamband Íslands gaf skólanum 7 taflsett sem koma að góðum notum. Við kunnum Skáksambandinu og Gunnari Björnssyni forseta þess bestu þakkir fyrir frábæra gjöf.

Adam Ásgeir er á leið til Búrkína Fasó í næstu viku. Okkur þætti mjög gaman að geta fært börnunum skákklukkur að gjöf. Þau sem eiga skákkukku og vilja gefa hana til skólans, geta komið með hana til okkar á skrifstofuna við Nýbýlaveg 4 í Kópavogi, eða á Nytjamarkaðinn við Nýbýlaveg 6 og mun Adam taka þær með sér til Búrkína Fasó.

Skildu eftir svar