fbpx
200x200

Fimmtudaginn 18. apríl heldur ABC barnahjálp vorfagnað í Veginum Fríkirkju, Smiðjuvegi 5, Kópavogi

Verður í boði glæsilegt þriggja rétta veisluhlaðborð og munu frábærir tónlistarmenn stíga á stokk.

Meðal annars eru það Jógvan, Unnur Sara, Anna Fanney og Eva Margrét, undir stjórn Emils Heiðars Björnssonar.

Við verðum með glæslilegt málverkauppboð á staðnum og veglegt happdrætti, en aðgöngumiðinn gildir einnig sem happdrættismiði. Hægt verður að kaupa auka happdrættismiða á staðnum. Einungis verður dregið úr seldum miðum.

Allur ágóði af kvöldinu mun renna til ABC í norður Úganda. Þar rekum við skóla fyrir börn sem lifa undir fátæktarmörkum.

Húsið mun opna kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00.

Hægt verður að kaupa miða í verslunum Nytjamarkaðarins Nýbýlavegi 6 og Laugavegi 118 og með því að smella hér.

Skildu eftir svar