fbpx

7 meginreglur

 1. ABC barnahjálp byggir starf sitt á kristnum gildum og leitast við að framfylgja boðorðinu um að elska náungann eins og sjálfan sig og bera hvers annars byrðar.
 2. ABC barnahjálp leitast við að veita hverju þurfandi barni hjálp eftir því sem unnt er án tillits til kyns, kynþáttar, trúar, litarháttar, fötlunar eða öðru því sem mismunun gæti valdið. Þó skal þess gætt að fjöldi barnanna komi ekki niður á gæðum þeirrar hjálpar sem veitt er.
 3. Þegar börn eru valin inn í stuðningskerfi ABC barnahjálpar skulu þau börn ávallt hafa forgang sem eru í mestri þörf og hafa ekki von um aðra hjálp og skulu þau njóta kærleika, umhyggju og verndar. Þau skulu fá þá umönnun sem þörf er á til þess að börnin þroskist og dafni eðlilega.
 4. Ávallt skal leitast við að veita skjólstæðingum ABC barnahjálpar varanlega og heildstæða hjálp með því að stuðla að sjálfstæði þeirra og framkoma gagnvart þeim einkennist af virðingu.
 5. ABC barnahjálp tekur ekki afstöðu til mismunandi stjórnmálaskoðana eða -flokka og skiptir sér ekki af stjórnmálum.
 6. Allt starf ABC barnahjálpar skal einkennast af kærleika, heiðarleika og góðri ráðsmennsku.
 7. Meginhlutverk ABC barnahjálpar er að:
  • Gefa umkomulausum börnum heimili og fátækum börnum aðgang að góðri menntun með því að koma á fót leik-, grunn- og framhaldsskólum þar sem þörf er á og styrkja börn til náms.
  • Sinna heilbrigðismálum barnanna.
  • Bjóða upp á fullorðinsfræðslu s.s. lestrarkennslu
  • Stuðla að bættri afkomu fátækra fjölskyldna með örlánum og öðrum úrræðum
  • Sinna neyðarhjálp ef aðstæður skapast