fbpx

Hvernig störfum við?

Starfsemin felst í því að koma á

Starfsemin felst í því að koma á fót skólum og heimavistum í fátækum löndum Afríku og Asíu. ABC starfar náið með heimamönnum sem stjórna starfinu á flestum stöðum.

fót skólum og heimavistum í fátækum löndum Afríku og Asíu. ABC starfar náið með heimamönnum sem stjórna starfinu á flestum stöðum.

ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988. Starfið snýst um það að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og hjálpa börnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun.

ABC barnahjálp starfar nú í 6 löndum Asíu og Afríku en þau eru: Pakistan, Filippseyjar, Bangladess, Kenýa, Úganda og Búrkína Fasó. ABC barnahjálp styrkir þúsundir barna til náms og búa mörg þeirra á heimavistum ABC. ABC skólarnir veita nemendum frá 3ja ára aldri ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, læknishjálp og mat.

ABC barnahjálp hefur byggt margar heimavistir og skóla á síðustu 30 árum sem fjármögnuð hafa verið með söfnunarfé, opinberum framlögum og stökum gjöfum einstaklinga og fyrirtækja.

ABC hefur útskrifað þúsundir nemenda sem hafa farið út í lífið með nýja von og góða menntun í farteskinu.

ABC barnahjálp er sjálfseignarstofnun og skilar endurskoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar ár hvert. Ársreikninga má finna á heimasíðunni.

Starfsemi ABC barnahjálpar felst í því að koma á fót skólum og heimavistum í fátækum löndum Afríku og Asíu. ABC starfar náið með heimamönnum sem stjórna starfinu á flestum stöðum.

Dagskólar ABC
Dagskólarnir veita börnum frá fátækum fjölskyldum ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, heilsugæslu og skólamáltíð þegar því verður við komið. Börnin búa hjá foreldrum eða forráðamönnum. Í flesta dagskóla ABC er langur biðlisti og eru börnin valin inn í skólana eftir því hversu erfiðar aðstæður eru heimafyrir. Dagskólarnir eru fyrir börn frá 3ja ára aldri og upp í menntaskóla en mismunandi eftir löndum.

Heimavistir ABC
Heimavistir og ABC veita fátækum börnum fulla framfærslu og heimili auk skólavistar. Flest þessara barna fara heim í skólafríum.

.