fbpx

Skák í Búrkína Fasó

Skákkennsla byrjaði í ABC skólanum í Búrkína Fasó síðastliðið haust og hefur góður hópur nemenda sýnt skákinni mikinn áhuga. Við útbjuggum sýningartafl og einfalda taflmenn sem kennarinn notar í kennslunni. Þúsundþjalasmiðurinn okkar, Adam Ásgeir Óskarsson, útbjó í framhaldinu gæða taflmenn fyrir sýningarborðið og fékk góða aðstoð frá öflugum fjölskyldumeðlimum. Skáksamband Íslands gaf skólanum 7 taflsett […]

Takk HSÍ! Áfram Ísland!

Handknattleikssamband Íslands gaf ABC barnahjálp handboltafatnað sem nemendur í ABC skólanum í Búrkína Fasó fengu nú í byrjun árs. Þau senda strákunum okkar baráttukveðjur fyrir stóra leikinn í dag. Við kunnum HSÍ bestu þakkir fyrir að gefa börnunum þennan frábæra fatnað. Áfram Ísland!

Jólakortin á leið til stuðningsaðila

Nú eru jólakort frá börnunum farin í póst til stuðningsaðila. Í ár eins og áður fer mikill undirbúningur í að senda og voru starfsmenn og sjálfboðaliðar í jólaskapi við þann undirbúning. En í ár var pökkunin með öðruvísi sniði en áður þar sem starfsfólk Össurar kom til okkar að hjálpa. Össur heldur úti starfsemi sem […]

Bakstursdagur hjá nemendum í Búrkína Fasó

Hverskyns bakstur þykir sjálfsagður hlutur fyrir okkur Íslendinga og ef svo ber undir er lítið mál að skreppa í bakarí og þar má nálgast flest það sem hugurinn girnist. Í Búrkína Fasó er ekki á hvers færi að fá nýbakað brauð eða kökur því venjulegt fólk hefur hvorki aðstöðu til baksturs né efni á því […]

Blómstraði á saumastofunni

Millogo Juliette byrjaði í ABC skólanum í borginni Bobo Dioulasso í Búrkína Fasó árið 2009, þá átta ára gömul. Hún kemur frá fátæku heimili eins og öll börnin í ABC skólanum. Húsnæði fjölskyldunnar var kofi úr leirsteinum með bárujárnsþaki. Börnin voru fimm og hún eina stelpan. Juliette gekk ekki sérlega vel í bóklega náminu og […]

Börn hjálpa börnum

Nú fer að líða að árlega söfnunarverkefninu okkar Börn hjálpa börnum og er þá gaman að líta til baka og rifja upp í hvað peningarnir fóru sem söfnuðust á síðasta ári – en þá var söfnin haldin í 20. skipti. Þeir fjármunir sem safnast saman ár hvert skipta gríðarlega miklu máli fyrir þá sem þiggja […]