fbpx
200x200

Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri hélt í vetur þrjú þúsundasta fundinn í sögu stúkunnar og voru styrkveitingar ákveðnar af því tilefni. Voru átta styrkrir afhentir að samtals fjárhæð 3 milljónir króna og vorum við hjá ABC barnhjálp á meðal styrkþega.

Adam Ásgeir Óskarsson tók við styrknum og var það honum mikill heiður að fá að vera í þessum góða hópi. Segir hann styrkinn koma í góðar þarfir í verkefnum sem hann tekur þátt í ásamt fleirum í Búrkína Fasó.

Við hjá ABC barnahjálp þökkum Oddfellowatúkunni Sjöfn kærlega fyrir gjafmyldi sína og velvild í garð okkar.

Skildu eftir svar