2021
Heimsók frá Kenýa

Pius, fyrrum nemandi og núverandi starfsmaður MCE, sem ABC er í samstarfi með í Kenýa, kom til Íslands ásamt John, framkvæmdastjóra MCE í nóvember. Heimsóttu þeir og spjölluðu við um 400 ungmenni í skólum og kirkjum.

2021
Trjárækt hafin í Bangladess

Verkefnið „Tree plantation program“  fór af stað í júnímánuði í Bangladess þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans taka þátt. Á landi skólans hafa verið í Þessu verkefni gróðursett um 500 ólíkar tegundir trjáa og eru þar á meðal Sítrónutré, Betel hnetutré, Rangan Flower og nokkur skógartré.

2021
Tölvuver í Kenýa

Safnað var fyrir nýju tölvuveri í Kenýa. Keyptar voru 10 tölvur fyrir nemendur og 2 fyrir kennara.

2021
Gámur sendur til Búrkína Fasó

Vorið 2020 keyptum við 40 feta gám sem fylltur var af húsgögnum og fatnaði sem Nytjamarkaðurinn safnað saman en bæði einstaklingar og fyrirtæki gáfu einnig gjafir sem fóru með. Þar á meðal voru reiðhjól, íþróttafatnaður og íþróttavarningur, heilt bretti af nýjum skóm, fatnaður, efni fyrir saumastofuna, verkfæri og garðyrkjuáhöld, vatnsdælur, tölvuskjáir og hljóðfæri.Gámurinn var sendur af stað frá Íslandi í janúar og var kominn á áfangastað í Búrkína Fasó þann 4. maí við mikinn fögnuð og gleði bæði barna og fullorðina.

2021
Skólahúsnæði stækkað í Pakistan

Mikil uppbygging er á skólalóðinni sem bætir alla aðstöðu við skólann. Skólahúsnæðið hefur verið stækkað en bætt var við nýrri álmu með þremur skólastofum og einni kennaraskrifstofu.

2021
Hænur og matjurtagarður í Kenýa

Keyptar voru hænur og byggður hænsnakofi á lóð heimavistarinnar. Nemendur fengu þjálfun í að sinna hænunum og eggjatínslu. Einnig var settur upp matjurtagarður. Þessi tvö litlu verkefni hafa bætt mataræði á heimavistinni um leið og nemendur taka ábyrgð og læra að sinna dýrum og ræktun.

2021
Kalt vatn í Pakistan

Nytjamarkaður ABC fjármagnaði nýjan brunn, ásamt vatnsdælum með kælingu þannig að nemendur og aðrir geta núna fengið sér kalt og hreint vatn hvenær sem er yfir daginn á skólalóðinni.

2021
Nytjamarkaðurinn og skrifstofa ABC flytja

Í byrjun febrúar 2021 opnaði ABC barnahjálp Nytjamarkaðinn í nýju húsnæði á Nýbýlavegi 6, eftir sex ára farsæla starfsemi í Víkuhvarfi 2. Flutningar af þessari stærðargráðu eru afar krefjandi, en starfsfólk ABC og Nytjamarkaðarins tóku höndum saman og leystu þetta verkefni af einstakri kostgæfni og góðri samvinnu. Í kjölfarið opnaði svo skrifstofa ABC barnahjálpar einnig skrifstofu í sama húsnæði þann 1. mars.

2020
Nýr bíll í Búrkína Fasó

Keyptur var nýr Toyota Land Cruiser sem afhentur var í desember og kom í stað þess gamla sem var orðinn 21 árs og ónýtur en hafði þó þjónað skólanum í Bobo dyggilega í 11 ár.

2020
Kenýa nýtt fjölnotahús og viðhald

Byggt var nýtt fjölnotahús við heimavistina, eldhúsaðstaðan máluð og bætt, gangstígur lagður á milli húsa, salerninsaðstaðan bætt og leiktæki yfirfarin.

2020
Indland veggur

Veggur var lagfærður sem hrundi í kjölfar flóða.

2020
Tölvuver í Bangladess

Safnað var fyrir nýju tölvuveri í Bangladess. Keyptar voru  25 tölvur fyrir nemendur og 2 fyrir kennara.

2020
Bangladess veggur

Endurbyggðum vegg sem skemmdist vegna mikilla flóða í Bangladess.

2020
Viðgerðir á Filippseyjum

Farið var í töluverðar framkvæmdir á húsnæði skólans í Molfried Center. Þakið lagað og málað, hús máluð að utan og innan og lagfært þar sem við átti.

2020
Úganda viðhald

Farið var í mikið viðhald, húsnæði málað, viðgerð á þökum, endurnýjun á rafmagnsvírum, salerni byggð fyrir kennara, viðgerð á salernum nemenda. Borða og stólar lagfærð, kojur teknar í gegn og öryggiskerfi betrumbætt. Aðstaða til íþróttaiðkunar uppfærð og fótbotavöllur afgirtur.

2020
Rafvæddum skólasvæðið í Búrkína Fasó

ABC fékk styrk frá Utanríkisráðuneytinu til þess að rafvæða með sólarrafhlöðum heimavistir og ýmis önnur hús sem tengjast starfsemi skólans í Búrkína Fasó.

2020
Ný skólabygging í Bangladess

Ný skólabygging var byggð í Bangladess og tekin í notkun í janúar.

2019
Heimavistir í Búrkína Fasó

Ný stúlkna- og drengjaheimili voru byggð á Líflandi og fluttu stúlkurnar inn í október og drengirnir í desember.

2019
Sólarsellur í Bangladess

Um  mitt ár voru settar 9 nýjar sólarsellur á báðar heimavistirnar, borðsal, samkomusal og skrifstofubygginguna.

2019
Nýr leikskóli og vatnsturn í Búrkína Fasó

Nýr leikskóli var byggður fyrir gjafafé frá Nytjamarkaðinum á Selfossi og gerði okkur kleift að taka inn tvo nýja árganga, 4 og 5 ára.

Vaskir menn fóru frá Áveitunni á Akureyri og gáfu starfinu alla vinnu og mikinn kostnað til að setja upp þennan vatnsturn og pípulagnir í húsinu.

2019
Nýjir vatnstankar í Úganda

Vatnsverkefninu “Save water” lauk í febrúar en á alþjóðlega degi vatnsins þann 22.mars voru nýju vatnstankarnir formlega vígðir og fengu öll börnin í grunnskólanum gefins vatnsflöskur til að fylla á, á daginn.

2019
Nýtt leiksvæði í Pakistan

Í byrjun árs var byggt nýtt leiksvæði við skólann með útileiktækjum og íþróttavarningi. Einnig var sett upp nemendaeldhús svo börnin eiga sitt eigið te og drykkjarhorn sem þau geta nýtt á skólatíma.

2019
Heimsókn til Indlands

Í janúar fór Laufey framkvæmdarstjóri ABC í heimsókn til Indlands í tilefni þess að nú eru 25 ár síðan við byrjuðum að styrkja börn til náms þar.

2018
Heimsókn til Filippseyja

Tilbaka til upphafsins. ABC heimsótti starfið á Filippseyjum, þar sem ABC hóf stuðning við börn árið 1990 í gegnum Children´s mission. Hefur samstarfið verið farsælt allar götur síðan.

2018
Betra aðgengi að vatni í Úganda

ABC byggði nýja vatnsstanda við skólana í Úganda, með styrk frá ICEIDA.

2018
Leiktæki á Indlandi

Á Indlandi voru öll leiktæki á skólalóðinni endurnýjuð – nemendum til mikillar gleði.

2018
Sólarsellur og íþróttasvæði í Búrkína Fasó

Nýjar sólarsellur fyrir skólann í Búrkína Fasó voru teknar í notkun og opnað var nýtt bókasafn fyrir gjafafé. Íþróttasvæðið var klárað fyrir styrk úr sjóðinum “Börn hjálpa börnum”

 

2018
Ný heimavist í Úganda

Ný heimavist fyrir stúlkur byggð við skólan í Úganda ásamt salernisaðstöðu fyrir nemendur og kennara.

2018
Stuðningur við fjölskyldur vegna flóða

Neyðarsjóður ABC styður við fjölskyldur í Pakistan sem misstu allt í flóðum í júní. Um 200 fjölskyldur fengu neyðaraðstoð.

2018
Afmælistímarit og ný heimasíða

Í tilefni afmælisins gáfum við út veglegt afmælistímarit, sem dreift var á 30.000 heimili í júní á sama tíma og við opnuðum nýja heimasíðu.

2018
Styrktarbingó í Veginum

ABC bingó og málverkauppboð var haldið í Veginum í Kópavogi til styrktar nýja skólans í Pakistan, til að byggja vatnsbrunn á lóð skólans ásamt því að koma upp heilsugæslu og tryggja lækna heimsóknir út skólaárið.

2018
Nýr nytjamarkaður

ABC opnar nýjan Nytjamarkað, að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.

2018
Nýr samstarfsaðili í Pakistan

ABC hefur samstarf með nýjum samstarfsaðila í Pakistan (Rasta brick slave children).  Nemendur eru afkomendur „múrsteinaþræla“

2018
Sjálboðaliðar hjálpa til í Búrkína Fasó og Kenía

Sjálboðaliðar heimsóttu skólann í Búrkína Fasó tvisvar á árinu og gengu í ýmis störf, svo sem fataúthlutun, vinnu við uppsetningu á sólarsellum og vatnsveitu.

Heimavistin í Kenía endurbætt og byggt nýtt eldhús.

2018
ABC barnahjálp 30 ára

Þetta starfsár var okkur sérstakt fagnaðarefni því við fögnuðum 30 ára afmæli. Tugþúsundir barna hafa haldið út í lífið með menntun og von fyrir milligöngu ABC á þessum 30 árum.

2017
Nýjar skólastofur í Namelok

Tvær nýjar skólastofur teknar í notkun í ABC skólanum í Namelok í Kenía. Byggingarnar voru fjármagnaðar fyrir ágóða söfnunarinnar Börn hjálpa börnum.

2017
Hefjum samstarf í Bangladess

Í desember hóf ABC samstarf við frjálsu félagasamtökin Agape Social Concern (ASC) . ASC hefur starfað í Bangladess frá árinu 1997 og markmið þeirra er félagsleg uppbygging fátækra og útskúfaðra einstaklinga og hópa. ASC rekur Heimili friðar og þar fá börn kennslu og heimavist.

2017
Endurbættur matsalur í Úganda

Endurbættur matsalur tekinn í notkun í ABC skólanum í Kitetika í Úganda.

Samkvæmt lögum í Úganda þarf að vera ákveðið langt á milli hvers nemanda þegar landspróf eru tekin og hafa því ekki allir nemendur skólans fengið að taka þau sökum plássleysis.

Matsalurinn hefur því nú verið nýttur í landsprófunum og hafa fleiri börn því átt kost á að ljúka landsprófunum og hefur menntunin aukið reynslu þeirra, færni í samskiptum og lífsleikni.

2017
Tímamót á Heimili litlu ljósanna

Það er ánægjulegt að tilkynna að starfsemin á Indlandi er orðin fullkomlega sjálfbær.

Samstarf ABC barnahjálpar og Heimilis litlu ljósanna lýkur á þeim ánægjulegu nótum að ekki er þörf á frekari fjárstuðning. Með dyggri hjálp stuðningsaðila og fjársafnana á rúmlega 20 árum hefur skólinn náð þessum áfanga.

 

2017
Nýr matsalur í Búrkína Fasó

Nýr matsalur, um 375 fermetrar að stærð, er tekinn í notkun í ABC skólanum í Búrkína Fasó.

Matsalurinn var heilmikil framkvæmd og rúmar um 700 börn.

2017
Kvennakvöld og tónleikar
alt

Kvennakvöld til styrktar konum í Búrkína Fasó var haldið í maí í kaffisal Fíladelfíu. Heiðursgestur kvöldsins var Guðný Ragnhildur Jónasdóttir oftast kölluð Gullý. Sagði hún frá starfinu og lífi kvenna í Afríku.

Óskar Einarsson, píanóleikari og kórstjóri, hélt upp á 50 ára afmæli sitt með því að halda gospeltónleika í Lindakirkju, allur ágóði af tónleikunum rann til ABC. Upphæðin var notuð til að kaupa sólarsellur fyrir skólann í Búrkína Fasó.

2017
Börn hjálpa börnum 20 ára

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setti formlega af stað söfnunina Börn hjálpa börnum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Frá upphafi hafa nemendur safnað rúmlega 120 milljónum króna til styrktar fátækum börnum í fjarlægum löndum. Söfnunin hefur verið hreint ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar.

 

2017
Vinnu- og hjálpaferðir til Búrkína Fasó

Tvær vinnu- og hjálparferðir voru farnar til Búrkína Fasó á árinu. Í febrúar fóru 12 manns og tóku þau með sér fartölvur, bolta og fleiri gjafir og aðstoðuðu við ýmis verkefni. Í október fóru 7 manns með fullar töskur af gjöfum og unnu við uppsetningu á vatnstanki og sólarsellum.

2016
Miklar framkvæmdir í Búrkína Fasó

Sjálfboðaliðar og heimamenn lyfta sannkölluðu grettistaki og mikið gerist á árinu í ABC skólanum í Búrkína Fasó.

Væntanlegi menntaskólinn kominn langt á leið, stærri vatnstanki komið fyrir, lögð vatnsdæla og vatnið flæddi sem aldrei fyrr, fleiri sólarsellum komið fyrir svo eitthvað sé nefnt.

Sjálfboðaliðar hafa verið duglegir að leggja leið sína til Búrkína Fasó og starfið hreinlega blómstrar.

 

2015
Heimavist stúlkna fullkláruð

Lokið við byggingu heimavistar stúlkna í Machike í Pakistan.

2015
ABC blaðið

ABC gefur út tímarit um málefni samtakanna.

Blaðið inniheldur alls kyns fróðleik um ABC barnahjálp, viðtöl við skjólstæðinga, vettvangsleiðtoga, stuðningsaðila og fleiri.

Gefin eru út tvö tímarit á ári og fá allir stuðningsaðilar eintak sent heim til sín.

2015
ABC skólinn lýkur göngu sinni

Síðasti hópur ABC liða úr skólanum. Alls útskrifuðust 140 ABC liðar.

Hópurinn hélt til Kenýa og aðstoðaði við ýmis verkefni.

 

2015
Höfuðstöðvar og "Nytjó" flytja í Kópavoginn

Í ársbyrjun flytja höfuðstöðvar ABC og “Nytjó” starfsemi sína yfir í Víkurhvarf 2 í Kópavogi.

Í fyrsta sinn eru Nytjamarkaðurinn og skrifstofur samtakanna á sama stað.

 

2014
Ný skólabygging í Búrkína Fasó

Í ágúst var hafist handa við að byggja skólahúsnæði fyrir unglingadeild við ABC skólann. Til stendur að hún muni verða þrjár hæðir.

2013
Heimavist stúlkna í Pakistan

Framkvæmdir hefjast á heimavist fyrir stúlkur í Machike í Pakistan.

Heimavistin mun vista 240 stúlkur.

2012
ABC opnar annan nytjamarkað

Nýr nytjamarkaður, Hakuna Matata, var opnaður á Laugavegi 103. Þar var aðallega seldur fatnaður og smávara.

Í kjölfarið var lista- og menningarmiðstöðin Líf fyrir líf opnuð á sama stað. Hugmyndin með miðstöðinni var að bjóða fólki að taka að sér að styrkja barn í minningu látins ástvinar.

Starfsemi Hakuna Matata og Líf fyrir líf var hætt árið 2014.

 

2011
Starfið stækkar í Kenýa

Í lok ársins setti ABC á fót skóla að nafni ABC Complex School á svæði Masaai fólksins á miklu dreifbýlissvæði í Kenýa.

Framtíðarhorfur Masaai búa eru í miklu uppnámi sökum slæmra skilyrða og því binda þeir miklar vonir við menntun barnanna. Fátæktin á svæðinu er gríðarleg.

Nemendur skólans byrja í grunnskóla og geta klárað ígildi stúdentsprófs.

2011
ABC styrkir jákvæðar forvarnir í skólum

ABC ræðst í fyrsta innanlandsverkefnið í samstarfi við Marita fræðsluna og IOGT.

Samtökin kosta jákvæðar forvarnir í tólf grunnskólum fyrir nemendur og foreldra 5. og 6. bekkinga.

Magnús Stefánsson hefur haldið fjölda kynninga fyrir nemendur og foreldra. Frá og með árinu 2018 hefur hann talað við um 180.000 einstaklinga. Í dag eru kynningarnar undir nafninu “Forvarnarfræðsla Magga Stef”.

2011
Búrkína Fasó

Í Búrkína Fasó flutti skólinn formlega í nýtt húsnæði. Borað var fyrir vatni og brunnur gerður á skólalóðinni, nýr matsalur og eldhús voru byggð við skólann ásamt litlu húsi fyrir húsvörðinn.

2011
Pakistan

Settir á fót saumaskólar í Pakistan.

2011
Indland

Lokið við byggingu skóla fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi fyrir 225 börn. 

 

2010
Búrkína Fasó

Nýtt skólahús með 6 kennslustofum var byggt fyrir skólann í Burkina Faso.

2010
Senegal

Athvarf fyrir götudrengi sett á fót í leiguhúsnæði í Senegal.

2010
Indland

Hafin bygging nýs barnaskóla við El Shaddai barnaheimilið í Chennai á Indlandi.

2010
Indland

Á Indlandi var lokið við byggingu nýs skóla með 10 kennslustofum fyrir Heimili litlu ljósanna.

2009
Pakistan

Heimavist í Pakistan tekin í notkun í bráðabirgðahúsnæði.

2009
Indland

Hafin bygging nýs skóla fyrir Heimili litlu ljósanna.

2009
Pakistan

Í Pakistan var nýtt skólahús í Gujranwala tekið í notkun.

2009
ABC skólinn hefur göngu sína

ABC hefur göngu skóla sem fræðir fólk um starfsemi samtakanna og hjálparstarf almennt. Fagfólk víða leggur lið við að móta kennsluefni og sinna kennslu. Í lok hverrar annar hélt hópur út á vettvang til Kenýa og fékk að að kynnast starfinu þar og taka virkan þátt.

Allir kennarar gáfu vinnuframlag sitt.

 

2009
Star of Hope í Kenýa

Starfsemi ABC í Naíróbí í Kenýa flyst til skólans Star of Hope sem staðsettur er í miðju fátækrahverfisins Mathare.

2008
Filippseyjar

Á Filippseyjum voru sjö ABC skólar settir á fót á Luzon og Negros eyjum.

 

2008
Senegal

Í Senegal var settur á fót forskóli fyrir 60 börn auk fótboltaskóla.

2008
Pakistan

Í Pakistan voru fjórir nýir skólar settir á fót í leiguhúsnæði og framkvæmdir hafnar við byggingu fimmta skólans. Framkvæmdir hafnar á nýju landi ABC, byggður veggur í kring og byggingarframkvæmdir hafnar við heimavistarskóla.

2008
Indland

Á Indlandi var byggð ný heimavist fyrir stúlkur á Heimili litlu ljósanna.

2008
Úganda

Í Úganda var byggður forskóli í Rackoko sem var gefið nafnið Little Verzlo því hann var gjöf nemenda Verslunarskóla Íslands.

2008
Nytjamarkaður stofnaður

Nytjamarkaður ABC hefur göngu sína í Faxafeni í samstarfi við Líknarfélag Kærleikans. Ári seinna er hann fluttur yfir í Skútuvog og er alfarið rekinn af ABC barnahjálp og mannaður af sjálfboðaliðum á vegum samtakanna.

Stærra og betra húsnæði fannst handan við hornið í Súðarvogi og “Nytjó” orðinn að mikilvægri tekjulind fyrir samtökin. Markaðurinn festir rætur og hefur alla tíð síðan reynst ómissandi í að breiða út boðskap ABC ásamt því að vera heilmikil búbót fyrir landsmenn.

 

2007
Kenýa

Fleiri hús bætast við heimavistina í Kenýa en nú búa þar um 200 börn.

2007
Úganda

Lokið við byggingu heimavistar fyrir 600 börn í Rackoko í Norður Úganda.

 

2007
Pakistan

Byggður skóli í Jaranwala í Pakistan fyrir söfnunarfé frá Borgarholtsskóla.

 

2007
Starf hafið í Búrkína Fasó

Hinrik Þorsteinsson og Guðný “Gullý” Ragnhildur Jónasdóttir halda út til Búrkína Fasó til að hefja starf á vegum ABC.

Viðamikið starf hefur byggst upp og í dag er kominn á laggirnar menntaskóli og munu nemendur geta klárað ígildi stúdentsprófs í skólanum.

Skólinn er staðsettur nálægt stóru fátækrahverfi og nemendur hefðu án hans ekki kost á skólagöngu.

Í fyrstu er byrjað að kenna í bráðabirgðarhúsnæði.

 

2006
Indland

Settir voru á fót kvöldskólar í 10 dalítaþorpum til viðbótar þeim 10 sem fyrir voru.

Byggður seinni svefnskálinn fyrir 400 drengi á Heimili litlu ljósanna á Indlandi fyrir söfnunarfé úr Börn hjálpa börnun árið 2005.

Kornabarnahús var byggt við El Shaddai barnaheimilið við Chennai á Indlandi.

2006
Úganda

Í Úganda var byggð fjórða hæð nýja ABC skólans í Kitetikka.

Einnig var haldið áfram með uppbygginguna í Rackoko þar sem hafist var handa við byggingu heimavistar fyrir stúlkur.

Lokið var við byggingu álmu fyrir tilrauna- og tölvustofur við unglingaskólann í Kitetikka sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands kostaði ásamt útvarpsstöð í Rackoko sem samstarfsverkefni með ABC barnahjálp.

2006
Pakistan

Í Pakistan voru byggðir þrír ABC skólar auk þess sem heimavistir voru settar á fót.

ABC skólinn í Farooqabad

ABC skólinn í Peshawar

ABC skólinn í Chak RB/96

2006
Starf hafið í Kenýa

ABC hefur starfsemi í Naíróbí, höfuðborg Kenýa. Í fyrstu var opnað heimili fyrir umkomulaus börn í einkahúsnæði.

Nemendur skólans eru fyrrum götubörn sem hafa alist upp í fátækrahverfunum.

 

 

2005
Starf hafið í Pakistan og höfðustöðvar ABC flytja

ABC hefur samstarf við pakistana að nafni Sharif Ditta sem hóf starfsemi skóla í eigin húsnæði sem synir hans byggðu fyrir hann til að njóta eftirlaunaaldurs.

Alls stóð ABC fyrir byggingu sex skóla í landinu með söfnunum og stuðningi frá íslenskum styrktarforeldrum. Árið 2017 lauk samstarfi ABC í Pakistan en starfsemin gengur mjög vel og er orðin sjálfbær.

Einnig flytja höfuðstöðvar ABC barnahjálpar úr Sóltúni yfir í Síðumúla.

2005
Indland

Lokið við byggingu starfsmannahúss fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.

2005
Indland

Unnið að byggingu svefnskála fyrir 400 drengi á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

2004
Úganda

Unnið við byggingu barnaskóla í Úganda.

2004
Indland

Unnið að byggingu kornabarna- og starfsmannahúss fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.

2004
ABC hjálparstarf verður ABC barnahjálp

Nafninu á samtökunum breytt í ABC barnahjálp. Nafnið þótti betur árétta eðli starfsins.

 

2003
Úganda

Byggður forskóli og lagður grunnur að barnaskóla í Úganda.

 

2003
Indland

Byggður verkmenntaskóli á Heimili litlu ljósanna.

2002
Úganda

Unnið að byggingu unglingaskóla í Úganda.

2002
Indland

Lokið byggingu El Shaddai barnheimilisins á Indlandi.

2000
Indland

Komið á fót saumaskóla og menntaskóla og byggður nýr barnaskóli og tvær svefnálmur fyrir Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

2000
Indland

Haldið áfram með byggingu El Shaddai barnaheimilisins.

1999
Indland

Byrjað á byggingu íbúðarhúss fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.

1998
Indland

Byggðar 20 starfsmannaíbúðir, 3 svefnskálar fyrir stúlkur og hús fyrir drengi á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

1998
Úganda

Byggt viðbótarhús við skólann í Úganda.

1998
Indland

Byggð fyrsta hæðin á kornabarnahúsi í Orissa á Indlandi.

1998
Börn hjálpa börnum

Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, fer af stað.

Nemendur í grunnskólum landsins taka höndum saman og ganga í hús eða til fyrirtækja á nærliggjandi svæðum og safna í bauka. Söfnunarféð er svo notað í ýmis brýn verkefni eða notað til að styrkja innviði skólastarfs í stuðningslöndunum.

Frá upphafi hafa þessir “sendiherrar ABC” safnað rúmlega 130 milljónum króna til styrktar starfinu.

1997
Indland

Keypt land fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.

1996
Úganda

Keypt húsnæði og land fyrir skólabyggingu í Úganda og unnið að stækkun skólans

1996
Stuðningur við Heimili litlu ljósanna á Indlandi

ABC stendur fyrir byggingu íbúðarhúss og fjárfestir í landi fyrir Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

Í gegnum árin hafa tugþúsundir fátækra barna fengið góða menntun í skólanum og á landsvísu hefur hann skarað fram úr ár eftir ár. Einnig er skólinn mjög sjálfbær þar sem rekinn er eigin búgarður og mikil grænmetisrækt er á svæðinu.

Íslenskir stuðningsaðilar hafa frá upphafi styrkt börn til náms og ABC hefur staðið fyrir fjölmörgum söfnunum sem hafa hjálpað til við uppbyggingu skólans.

 

1995
Starf hafið á Indlandi

ABC stendur fyrir stofnun heimilis fyrir götubörn í borginni Chennai á Indlandi. Hugsjónarkonan Eva Alexander stofnaði Comforter Ministries í þeim tilgangi að hjálpa hinum stéttlausu að mennta sig og komast í starfsnám.

Í gegnum árin hefur ABC staðið fyrir söfnunum og hjálpað samtökunum að koma sér upp og í dag er rekinn skóli sem gagnast þeim nauðstöddu sem annars gætu ekki nálgast menntun sökum stöðu sinnar og fátækt.

1993
Starf hafið í Úganda

Samstarf hafið við Uganda Australia Foundation sem hjónin Trudy og Francis Odida stofnuðu til hjálpar nauðstöddum börnum í Úganda. Samtökin bera nafnið ABC Children’s Aid Uganda í dag. 

Alls rekur ABC Children´s Aid Uganda níu skóla í landinu og samstarfið heldur áfram í dag. Íslenskir styrktaraðilar styðja á annað þúsund börn til náms í skólunum.

 

1990
Samstarf við Barnmissionen og stuðningur á Filippseyjum

Árið 1990 hóf ABC í samstarfi við Barnmissionen, sænsk hjálparsamtök, að styðja börn til náms á Filippseyjum. Barnmissionen rekur þrjá forskóla, einn grunnskóla, stendur fyrir starfsnámi í alls kyns greinum og starfrækir barnaþorp í samstarfi við félagsmálayfirvöld.

Samstarf ABC við Barnmissionen hefur haldist alla tíð síðan og í dag taka sænsku hjálparsamtökin virkan þátt í gæðaeftirliti með skólum ABC.

Í dag styrkja íslenskir stuðningsaðilar hundruð barna til náms á Filippseyjum.

ABC barnahjálp safnaði einnig pening fyrir byggingu barnaheimilis í Kambódíu sem Barnmissionen rekur.

1989
Fyrstu verkefnin

Prentaðar lestrarkennslubækur og haldin lestrarkennslunámskeið á tveimur indíánamálum í Mexíkó. Námskeiðin voru haldin fyrir tvo þjóðflokka í samstarfi við þekkta Biblíuþýðendur í Bandaríkjunum.

Árið eftir var haldið lestrarkennsluverkefni fyrir þjóðflokk á Fílabeinsströndinni.

1988
ABC hjálparstarf

ABC hjálparstarf var stofnað í júní af átta einstaklingum.

Skrifstofu var komið upp í Sóltúni í Reykjavík. Ýmsum hugmyndum kastað fram um hvernig skuli raungera hugsjón þessarra nýju samtaka.