Manila
Árið 1990 hóf ABC í samstarfi við Barnmissionen í Svíþjóð að styðja börn í skóla á Payatas svæðinu í Manila, höfuðborg Filippseyja. Í byrjun nutu um 100 börn stuðnings og hefur þeim fjölgað og í dag njóta um 550 börn stuðnings til náms í gegnum ABC barnahjálp. Allt í allt hafa þúsundir barna notið stuðnings styrktaraðila í gegnum ABC barnahjálp.
Barnmissionen var stofnað árið 1983 af Sigvard Wallenberg. Árlega fá þúsundir hjálp í gegnum starf samtakanna á Filippseyjum. Barnmissionen rekur forskólann Molfrid Center í Manila og þar eru börn á aldrinum 4 til 6 ára tekin inn. Þar læra þau að þroska persónuleika sinn, lesa, skrifa, teikna og leika. Þau fá ókeypis menntun, skólabúning, bækur og skóladót, heilsugæslu og heita máltíð. Börnin eru í skólanum fram að fjórða bekk og fara þá í ríkisrekna skóla sem eru ókeypis.
Skólarnir á Filippseyjum skiptast í ríkisskóla og einkarekna skóla. Náminu er skipt í 4 stig; forskóli til þriðja bekkjar (grunnstig), bekkir 4-6 (grunnskóli), bekkir 7-10 (gagnfræðaskóli) og bekkir 11-12 (æðra stig gagnfræðaskóla). Síðan tekur við menntaskóli (college) sem er að jafnaði 4-5 ár. Háskóli býður svo upp á margar námsleiðir sem eru mislangar.
Á Filippseyjum er menntun í ríkisskólum ókeypis allt upp í 6. bekk eða 12 ára bekk en mörg börn fara ekki í skóla. Ástæðan fyrir því er að foreldrar geta ekki borgað kostnaðinn sem fylgir skólagöngunni; svo sem mat, strætó í skólann, bækur og þess háttar. Mikill fjöldi fátækra barna hættir því í skóla. Upp til hópa eru skólastofur troðfullar og algengt er að fjöldi barna í bekk séu 65-95 talsins. Skólabækur eru af skornum skammti og mikill skortur er á kennurum í ríkisskólum. Mikið hlutfall barna ljúka ekki barnaskóla og unglingaskóla.
Ríkisreknir skólar hefja skólaönn í júní og klára í mars mánuði. Einkareknir skólar hefja störf í júlí og klára í apríl mánuði.
Fjölskyldur barnanna sem Barnmissionen og ABC styðja eru mjög fátækar. Þær búa flestar við ruslahaugana í Manila í hreysum byggðum úr spítnarusli með bárujárnsþaki og moldargólfi. Fæstir hafa rennandi vatn né rafmagn. Eldunaraðstöðu er yfirleitt deilt með mörgum öðrum fjölskyldum og þvotturinn er þveginn í húsasundum. Kynferðisleg misnotkun er mjög algeng í Manila. Fæstar þessara fjölskyldna hafa efni á því að senda börnin sín í skóla því allur peningur sem fjölskyldan vinnur sér inn fer í mat.
Landið
Lýðveldið Filippseyjar er ríki í Suðaustur-Asíu og fimmta stærsta eyríki heims. Filippseyjar fengu sjálfstæði frá Bandaríkjunum árið 1946 eftir að hafa verið hernumdar af Japönum í seinni heimsstyrjöldinni. Í landinu búa um 118 milljónir manna og er það því tólfta fjölmennasta í heimi.
Filippseyjar eru þriðja fjölmennasta eyríki heims og er þéttleiki landsins álíka mikill og í Japan. Þar eru töluð 178 tungumál en nokkur þeirra eru einungis töluð af mjög fámennum hópum manna.
Höfuðborgin Manila er átjánda fjölmennasta borg heims. Meðalhitastigið er 26.6 gráður á celcíus og loftið mjög rakt. Það eru þrjár árstíðir; heiti tíminn eða sumar frá mars til maí, regntíminn frá júní til nóvember og kaldi tíminn frá desember til febrúar.
6.000 kr.
6.000 kr.
1.200 kr.
10.000 kr.
3.000 kr.
1.500 kr.
Þú getur styrkt barn með mánaðarlegum greiðslum.
Höfundaréttur 2024 – ABC barnarhjálp
Höfundaréttur 2024 – ABC barnarhjálp