fbpx

ABC á Indlandi

Chennai

Hugsjónarkonan Eva Alexander fer fyrir skólanum en fyrst stofnaði hún barnaheimilið El Shaddai árið 1995 og fjármagnaði ABC barnahjálp bygginguna og íslenskir styrktaraðilar studdu börn til náms.

Hugsjónarkonan Eva Alexander fer fyrir skólanum en fyrst stofnaði hún barnaheimilið El Shaddai árið 1995 og fjármagnaði ABC barnahjálp bygginguna og íslenskir styrktaraðilar studdu börn til náms.

Í borginni Chennai í Tamil Nadu á Suð-Austur Indlandi er rekinn skóli sem veitir „Dalítum“ og hinum útskúfuðu aðgang að menntun. Dalítar eru hinir stéttlausu og njóta þeir engra réttinda í þjóðfélaginu og almennt er talið að þeir séu „hinir óhreinu“. Hugsjónarkonan Eva Alexander fer fyrir skólanum en fyrst stofnaði hún barnaheimilið El Shaddai árið 1995 og fjármagnaði ABC barnahjálp bygginguna og íslenskir styrktaraðilar studdu börn til náms.

Samhliða rekstri barnaheimilisins var rekinn skóli á vegum ABC. Nemendur höfðu gistiaðstöðu á heimilinu og 200 börn voru á heimilinu þegar best lét. Börnin byrjuðu í forskóla og enduðu nám sitt í fimmta bekk eða þegar þau höfðu náð ellefu ára aldri. Eftir það nutu þau enn stuðnings til frekara náms í ríkisstyrktum skólum á Indlandi.

Barnaheimilinu í El Shaddai var á endanum lokað. Ástæðurnar voru að öryggisráðstöfunum var ábótavant, þörf var á miklu viðhaldi, of mörg börn voru í litlu rými og starfsfólk þótti ekki nægjanlega margt að mati yfirvalda. Fjárhagsskortur réði því að ekki var hægt að kippa þessu í lag og því voru börnin send heim til foreldra eða forráðarmanna. Börnin héldu áfram námi í ríkisreknum skólum og þau sem nutu stuðnings ABC styrktaraðila fengu framlög þar til þau útskrifuðust.

Á endanum fékkst nægt fjármagn til að ráðast í endurbætur og starfsemi hófst á nýjan leik í húsnæðinu sem notað var þegar El Shaddai barnaheimilið var rekið. Sérstaklega var þörf á skóla fyrir Dalíta og orðið var við þeirri beiðni en þessi stéttlausu börn hafa nú aðgang að menntun í góðu umhverfi. Óskað var eftir því að skólinn yrði enskumælandi en slíkir skólar eru kostnaðarsamir fyrir foreldra og ekki á færi „dalíta“ að senda börnin sín þangað.

Skólinn heitir Mt. Carmel English School og er rekinn af Comforter Ministries sem Eva Alexander stofnaði. Í skólanum eru rúmlega 100 nemendur.

Landið

Lýðveldið Indland er annað fjölmennasta land jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar býr rétt yfir einn milljarður manns. Landið er í Suður-Asíu með 7520 km langa strandlengju við Indlandshaf. Indland á landamæri að Pakistan, Kína, Mjanmar (áður Búrma), Bangladess, Nepal, Bútan og Afganistan. Srí Lanka, Maldíveyjar og Indónesía eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. Landið var hluti af Breska heimsveldinu fram til 1947, þegar það hlaut sjálfstæði. Höfuðborg Indlands er Nýja-Delí sem er hluti af héraðinu Delí. Á höfuðborgar-svæði Nýju-Delí búa um 28 milljónir manna.
Á Indlandi hefur verið mikill hagvöxtur undanfarin ár og millistétt landsins fer stækkandi. Landið einkennist samt sem áður af gífurlegum mismun og lifir stór hluti íbúa landsins í fátækt.