fbpx

ABC í Bangladess

Heimili Friðar

ABC hóf samstarf við frjálsu félagasamtökin Agape Social Concern (ASC) árið 2017. ASC hefur starfað í Bangladess frá árinu 1997 og markmið þeirra er félagsleg uppbygging fátækra og útskúfaðra einstaklinga og hópa.

ABC hóf samstarf við frjálsu félagasamtökin Agape Social Concern (ASC) árið 2017. ASC hefur starfað í Bangladesh frá árinu 1997 og markmið þeirra er félagsleg uppbygging fátækra og útskúfaðra einstaklinga og hópa.

ASC rekur Heimili friðar og þar fá börn kennslu og heimavist. Þar geta þau klárað ígildi gagnfræðaskólanáms og námið er bæði bóklegt og verklegt. Verklegi hlutinn samanstendur af tölvukennslu, saumakennslu og landbúnaðarfræðslu.

Nemendur koma frá afskekktum dreifbýlissvæðum en ¾ hlutar fólksfjöldans í landinu býr í dreifbýli.

Mikið er lagt upp úr því að nemendur læri um og verði meðvituð um rétt sinn og skyldur í samfélaginu. Markvisst er stuðlað að fræðslu um grunnþarfir barna, barnavernd, barnaþrælkun, mansal, kynjafnrétti og fleira. Félagsleg vandamál eru mörg í landinu og mikið níðst á réttindum þegna landsins.

Hreinlæti er gefinn sérstakur gaumur en aðgengi að hreinu vatni á dreifbýlissvæðum í Bangladess er mjög ábótavant. ASC hefur fjármagnað og sett upp vatnsbrunn og öll aðstaða á heimilinu í hreinlætismálum er komin í góðan farveg.

Á heimilinu fá börnin einnig að þróa með sér listræna hæfileika með tónlistar- og danskennslu, söng, og myndlist. Einnig eru reglulegir íþróttaviðburðir haldnir og hafa bæði stúlku- og strákalið á heimilinu staðið sig með prýði í fótbolta.

Heimili friðar stuðlar að vistvænu umhverfi en regluleg athöfn sem börnin taka þátt í er gróðursetning trjáa. Tré eru súrefnisgjafi, veita skjól og skugga og framleiða mat.

Sjálfbær starfsemi

Stuðlað er að sjálfsþurftarbúskap til að draga úr rekstarkostnaði og er ákveðið svæði á lóðinni notað til grænmetisræktunar. Börnin taka virkan þátt í að tína grænmetið og ávextina til. Meðal ávaxta sem ræktaðir eru þar má nefna saðningaraldin, mangó og litkaber. Þessi ávextir eru næringarríkir og einnig frekar kostnaðarsamir og því er sparnaður heilmikill.

Óspillta kynslóðin

Það er samróma álit flestra að spilling sé helsta ástæða fátæktar í heiminum. Hugmyndafræðin um „óspillta kynslóð“ hefur verið innleidd víðs vegar í skólum út um allan heim og m.a. á Heimili friðar í Bangladess. Markvisst er farið í að kenna krökkum um neikvæða áhrifamátt og umfang spillingar. Spilling snýst um bjagaðan hugsunarhátt frekar en sókn í peninga og því munu komandi kynslóðir alast upp við fræðslu um þessa helstu ástæðu fátæktar og örbirgðar.

Landið
Norðurhluti landsins á landamæri við Indland og einnig við Myanmar, áður þekkt sem Búrma, til suðausturs. Bangladess er kallað fljótlandið og það stendur á frjósömum árósum þar sem Gangesfljót, Brahmaputra og Meghna renna saman. Flóð valda iðulega vandræðum sem og hitabeltisstormar á stórum svæðum landsins. Landið er með þéttbýlli svæðum heimsins með íbúafjölda upp á tæplega 161 milljónir.

Landið varð hluti af Pakistan eftir skiptingu Indlands á fjórða tug síðustu aldar. Eftir átakanlega sjálfstæðisbaráttu varð Bangladess sjálfstætt ríki árið 1971.

Bangladess býr yfir næstmestum fjölda múslima á heimsvísu eða um 90,4% fólks teljast til þeirra en 8,5% eru hindúar. Um 0,4% þjóðarinnar er kristinn og aðrir trúarhópar ná ekki upp fyrir 0,1%.