fbpx
200x200

Vorfagnaður ABC barnahjálpar

Fimmtudaginn 18. apríl heldur ABC barnahjálp vorfagnað í Veginum Fríkirkju, Smiðjuvegi 5, Kópavogi Verður í boði glæsilegt þriggja rétta veisluhlaðborð og munu frábærir tónlistarmenn stíga á stokk. Meðal annars eru það Jógvan, Unnur Sara, Anna Fanney og Eva Margrét, undir stjórn Emils Heiðars Björnssonar. Við verðum með glæslilegt málverkauppboð á staðnum og veglegt happdrætti, en […]

Skák í Búrkína Fasó

Skákkennsla byrjaði í ABC skólanum í Búrkína Fasó síðastliðið haust og hefur góður hópur nemenda sýnt skákinni mikinn áhuga. Við útbjuggum sýningartafl og einfalda taflmenn sem kennarinn notar í kennslunni. Þúsundþjalasmiðurinn okkar, Adam Ásgeir Óskarsson, útbjó í framhaldinu gæða taflmenn fyrir sýningarborðið og fékk góða aðstoð frá öflugum fjölskyldumeðlimum. Skáksamband Íslands gaf skólanum 7 taflsett […]

Takk HSÍ! Áfram Ísland!

Handknattleikssamband Íslands gaf ABC barnahjálp handboltafatnað sem nemendur í ABC skólanum í Búrkína Fasó fengu nú í byrjun árs. Þau senda strákunum okkar baráttukveðjur fyrir stóra leikinn í dag. Við kunnum HSÍ bestu þakkir fyrir að gefa börnunum þennan frábæra fatnað. Áfram Ísland!

Gjöf til starfsins

Á liðnu ári fagnaði ABC barnahjálp 35. starfsári sínu. Í tilefni þess fóru þeir Hjalti Skaale Glúmsson framkvæmdastjóri ABC og Óskar Steinar Jónsson verslunarstjóri Nytjamakaðanna m.a. á Austurland fyrr í vetur til að kynna starfsemi ABC og fagna afmælinu með velunnurum okkar þar. Áttu þeir góða kvöldstund í Eskifjarðarkirkju ásamt því að þeir heimsóttu nemendur […]

Aðalfundur ABC barnahjálpar

ABC barnahjálp boðar til aðalfundar þriðjudaginn 23. maí kl. 17:30 á skrifstofu ABC barnahjálpar við Nýbýlaveg 4, Kópavogi. Á dagskránni eru almenn aðalfundarstörf. Allir eru velkomnir.

Ný verslun á Laugavegi!

Í mars mánuði opnuðum við nýjan Nytjamarkað á Laugavegi 118 þar sem við seljum meðal annars fatnað, skó, skartgripi, töskur, bækur, spil og ýmsa smávöru. Þakklæti er okkur efst í huga þegar einstaklingar og fyrirtæki gefa okkur það sem til fellur, til að selja í Nytjarmörkuðum okkar en með því að versla í Nytjamarkaðinum hjálpar […]

Gleðilega páska

Kæru vinir og velunnarar! Víð óskum ykkur gleðilegrar páskahátíðar um leið og við látum ykkur vita að skrifstofa ABC barnahjálpar og Nytjamarkaðurinn skella sér í páskafrí og munum við taka glöð á móti ykkur aftur þann 11. apríl. Gleðilega páska!

Börn hjálpa börnum

Árlega söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í Brekkuskóla á Akranesi þann 14. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdarstjóri ABC, Hjalti Skaale Glúmsson, hóf viðburðinn með kynningu um starfsemi samtakanna og fróðleiksfúsir nemendur hlustuðu vel og spurðu margra skemmtilegra spurninga. Nemendur Brekkuskóla og fjölda annarra grunnskóla á landinu munu svo ganga um nærliggjandi hverfi sín á komandi […]

Áveitan lýkur vatnsverkefni í Búrkína Fasó

Haraldur Pálsson og Jóhanna Sólrún Norðfjörð, eigendur Áveitunnar á Akureyri hafa á undanförnum árum, ásamt góðum hópi starfsmanna og vina, farið reglulega til Búrkína Fasó og hjálpað til við hin ýmsu verk – en þó aðallega mjög stórt vatnsverkefni fyrir skólann og ræktunarlandið þeirra. Fékk fyrirtækið nýlega styrk frá Utanríkisráðuneytinu fyrir nýjasta verkefnið, sem gerði […]

Alþjóðlegur dagur menntunar 24. janúar

2023 markar miðpunktinn frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu Heimsmarkmiðin 17, samtengd markmið fyrir fólk, jörðina og velmegun. Byggt á þeim alþjóðlega skriðþunga sem skapaðist af leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um umbreytandi menntun í september 2022, kallar dagurinn í ár á að viðhalda öflugri pólitískri virkni í kringum menntun og marka leiðina til að umbreyta skuldbindingum […]