fbpx

BERNSKA – ABC barnahjálp X Esther Ýr

Það gleður okkur að kynna skemmtilegt verkefni sem við höfum verið að vinna að síðastliðnar vikur. Í samstarfi við Esther Ýr Óskarsdóttur, ungan og upprennandi listamann, höfum við sett á sölu þetta fallega eftirprent af listaverkinu Bernska. Eftirprentið verður til sölu yfir jólatímann og allur ágóði af sölu þess rennur beint til ABC barnahjálpar. Hagnaðurinn […]

Gjöf frá Vopnafirði til stúlkna í Búrkína Fasó

Það er ánægjulegt að segja frá því að ABC skólanum í Búrkína Fasó barst peningagjöf frá hópi kvenna á Vopnafirði. Ákveðið var að nýta upphæðina til að fræða og styrkja stúlkur á aldrinum 11-14 ára, sem að þessu sinni eru 270 talsins. Jóhanna Sólrún Norðfjörð, sem er nýlega komin heim frá Búrkína Fasó, ásamt Kadi […]

Jólagjafasjóður ABC barnahjálpar

Kæru stuðningsaðilar, Við hjá ABC barnahjálp viljum þakka ykkur ómetanlegan stuðning við starf ABC barnahjálpar í Afríku og Asíu. Með ykkar hjálp og annarra velunnara styður ABC þúsundir barna til náms. Nemendur fara bráðlega í jólafrí og fá þá stuðningsaðilar kort frá þeim. Við viljum benda á að velkomið er að senda börnunum jólakort og […]

Heimsók frá Filippseyjum – opið hús 7. maí

Kæru stuðningsaðilar og velunnarar. Við eigum von á heimsókn frá þremur starfsmönnum Children´s Mission Philippines (CMP). ABC barnahjálp og CMP hafa átt í góðu samstarfi og hafa stuðningsaðilar ABC stutt börn þar til náms í 34 ár. Þau Archie, Bernadette og Jowie vilja fá að sýna þakklæti sitt í verki og hitta stuðningsaðila og velunnara […]

Alþjóðlegur dagur malaríu – 25. apríl 2024.

Sjúkdómurinn malaría er oft sagður vera sjúkdómur þeirra fátæku. En ár hvert deyja yfir 600.000 manns vegna hans. 249 milljónir tilfelli greindust árið 2022 og voru yfir 95% þeirra í Afríku. Baráttan gegn malaríu er eitt þeirra atriða sem lögð er áhersla á í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Markmiðið er að fækka dauðsföllum um að minnsta […]

Vorfagnaður ABC barnahjálpar

Fimmtudaginn 18. apríl heldur ABC barnahjálp vorfagnað í Veginum Fríkirkju, Smiðjuvegi 5, Kópavogi Verður í boði glæsilegt þriggja rétta veisluhlaðborð og munu frábærir tónlistarmenn stíga á stokk. Meðal annars eru það Jógvan, Unnur Sara, Anna Fanney og Eva Margrét, undir stjórn Emils Heiðars Björnssonar. Við verðum með glæslilegt málverkauppboð á staðnum og veglegt happdrætti, en […]

Skák í Búrkína Fasó

Skákkennsla byrjaði í ABC skólanum í Búrkína Fasó síðastliðið haust og hefur góður hópur nemenda sýnt skákinni mikinn áhuga. Við útbjuggum sýningartafl og einfalda taflmenn sem kennarinn notar í kennslunni. Þúsundþjalasmiðurinn okkar, Adam Ásgeir Óskarsson, útbjó í framhaldinu gæða taflmenn fyrir sýningarborðið og fékk góða aðstoð frá öflugum fjölskyldumeðlimum. Skáksamband Íslands gaf skólanum 7 taflsett […]

Takk HSÍ! Áfram Ísland!

Handknattleikssamband Íslands gaf ABC barnahjálp handboltafatnað sem nemendur í ABC skólanum í Búrkína Fasó fengu nú í byrjun árs. Þau senda strákunum okkar baráttukveðjur fyrir stóra leikinn í dag. Við kunnum HSÍ bestu þakkir fyrir að gefa börnunum þennan frábæra fatnað. Áfram Ísland!

Gjöf til starfsins

Á liðnu ári fagnaði ABC barnahjálp 35. starfsári sínu. Í tilefni þess fóru þeir Hjalti Skaale Glúmsson framkvæmdastjóri ABC og Óskar Steinar Jónsson verslunarstjóri Nytjamakaðanna m.a. á Austurland fyrr í vetur til að kynna starfsemi ABC og fagna afmælinu með velunnurum okkar þar. Áttu þeir góða kvöldstund í Eskifjarðarkirkju ásamt því að þeir heimsóttu nemendur […]

Von í samfélagi sem er markað af áföllum

Þakklátar mæður fá nú heilbrigðisþjónustu fyrir börn sín á heilsugæslunni í Rackoko.

„Unnið hefur verið þrekvirki í litla þorpinu Rackoko í norðurhlouta Úganda þar sem ABC barnahjálp rekur skóla með heilsugæslu, kvennadeild, skurðastofu og ný malaríudeild opnar í nóvember. Næst stendur til að bjóða upp á tveggja ára nám í heilbrigðisgreinum.“ „Við erum búin að vera með skóla í Norður-Úganda í 30 ár, þar sem Íslendingar hafa […]