fbpx

Heimsók frá Filippseyjum – opið hús 7. maí

Kæru stuðningsaðilar og velunnarar. Við eigum von á heimsókn frá þremur starfsmönnum Children´s Mission Philippines (CMP). ABC barnahjálp og CMP hafa átt í góðu samstarfi og hafa stuðningsaðilar ABC stutt börn þar til náms í 34 ár. Þau Archie, Bernadette og Jowie vilja fá að sýna þakklæti sitt í verki og hitta stuðningsaðila og velunnara […]

Alþjóðlegur dagur malaríu – 25. apríl 2024.

Sjúkdómurinn malaría er oft sagður vera sjúkdómur þeirra fátæku. En ár hvert deyja yfir 600.000 manns vegna hans. 249 milljónir tilfelli greindust árið 2022 og voru yfir 95% þeirra í Afríku. Baráttan gegn malaríu er eitt þeirra atriða sem lögð er áhersla á í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Markmiðið er að fækka dauðsföllum um að minnsta […]

Vorfagnaður ABC barnahjálpar

Fimmtudaginn 18. apríl heldur ABC barnahjálp vorfagnað í Veginum Fríkirkju, Smiðjuvegi 5, Kópavogi Verður í boði glæsilegt þriggja rétta veisluhlaðborð og munu frábærir tónlistarmenn stíga á stokk. Meðal annars eru það Jógvan, Unnur Sara, Anna Fanney og Eva Margrét, undir stjórn Emils Heiðars Björnssonar. Við verðum með glæslilegt málverkauppboð á staðnum og veglegt happdrætti, en […]

Skák í Búrkína Fasó

Skákkennsla byrjaði í ABC skólanum í Búrkína Fasó síðastliðið haust og hefur góður hópur nemenda sýnt skákinni mikinn áhuga. Við útbjuggum sýningartafl og einfalda taflmenn sem kennarinn notar í kennslunni. Þúsundþjalasmiðurinn okkar, Adam Ásgeir Óskarsson, útbjó í framhaldinu gæða taflmenn fyrir sýningarborðið og fékk góða aðstoð frá öflugum fjölskyldumeðlimum. Skáksamband Íslands gaf skólanum 7 taflsett […]

Takk HSÍ! Áfram Ísland!

Handknattleikssamband Íslands gaf ABC barnahjálp handboltafatnað sem nemendur í ABC skólanum í Búrkína Fasó fengu nú í byrjun árs. Þau senda strákunum okkar baráttukveðjur fyrir stóra leikinn í dag. Við kunnum HSÍ bestu þakkir fyrir að gefa börnunum þennan frábæra fatnað. Áfram Ísland!

Gjöf til starfsins

Á liðnu ári fagnaði ABC barnahjálp 35. starfsári sínu. Í tilefni þess fóru þeir Hjalti Skaale Glúmsson framkvæmdastjóri ABC og Óskar Steinar Jónsson verslunarstjóri Nytjamakaðanna m.a. á Austurland fyrr í vetur til að kynna starfsemi ABC og fagna afmælinu með velunnurum okkar þar. Áttu þeir góða kvöldstund í Eskifjarðarkirkju ásamt því að þeir heimsóttu nemendur […]

Búið er að draga í happdrættinu!

Í dag, 28. desember mættu Hjalti Skaale Glúmsson framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar ásamt Óskari Steinari Jónssyni verslunarstjóra Nytjamarkaðanna til sýslumanns og drógu í happdrættinu okkar. Hér má sjá vinningaskrá listaða í miðaröð. Innilega til hamingju allir vinningshafar! þið getið nálgast vinningana ykkar á Nytjamarkaði okkar á Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi. Við hlökkum til að taka á […]

Jólakveðja

Við hjá ABC barnahjálp viljum óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og friðar á nýju ári. Með dyggum og ómetanlegum stuðningi frá stuðningsaðilum okkar hefur ABC verið gert kleift að starfa ár eftir ár og staðið trúföst að baki þúsundum barna og gefið þeim tækifæri til að mennta sig. Við þökkum samfylgdina og stuðninginn á liðnu ári […]

Styrkur til ABC barnahjálpar

Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri hélt í vetur þrjú þúsundasta fundinn í sögu stúkunnar og voru styrkveitingar ákveðnar af því tilefni. Voru átta styrkrir afhentir að samtals fjárhæð 3 milljónir króna og vorum við hjá ABC barnhjálp á meðal styrkþega. Adam Ásgeir Óskarsson tók við styrknum og var það honum mikill heiður að fá að vera […]

Jólakortin á leið til stuðningsaðila

Nú eru jólakort frá börnunum farin í póst til stuðningsaðila. Í ár eins og áður fer mikill undirbúningur í að senda og voru starfsmenn og sjálfboðaliðar í jólaskapi við þann undirbúning. En í ár var pökkunin með öðruvísi sniði en áður þar sem starfsfólk Össurar kom til okkar að hjálpa. Össur heldur úti starfsemi sem […]