fbpx

Gleðilega páska

Kæru vinir og velunnarar! Víð óskum ykkur gleðilegrar páskahátíðar um leið og við látum ykkur vita að skrifstofa ABC barnahjálpar og Nytjamarkaðurinn skella sér í páskafrí og munum við taka glöð á móti ykkur aftur þann 11. apríl. Gleðilega páska!

Börn hjálpa börnum

Árlega söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í Brekkuskóla á Akranesi þann 14. febrúar síðastliðinn. Framkvæmdarstjóri ABC, Hjalti Skaale Glúmsson, hóf viðburðinn með kynningu um starfsemi samtakanna og fróðleiksfúsir nemendur hlustuðu vel og spurðu margra skemmtilegra spurninga. Nemendur Brekkuskóla og fjölda annarra grunnskóla á landinu munu svo ganga um nærliggjandi hverfi sín á komandi […]

Áveitan lýkur vatnsverkefni í Búrkína Fasó

Haraldur Pálsson og Jóhanna Sólrún Norðfjörð, eigendur Áveitunnar á Akureyri hafa á undanförnum árum, ásamt góðum hópi starfsmanna og vina, farið reglulega til Búrkína Fasó og hjálpað til við hin ýmsu verk – en þó aðallega mjög stórt vatnsverkefni fyrir skólann og ræktunarlandið þeirra. Fékk fyrirtækið nýlega styrk frá Utanríkisráðuneytinu fyrir nýjasta verkefnið, sem gerði […]

Alþjóðlegur dagur menntunar 24. janúar

2023 markar miðpunktinn frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu Heimsmarkmiðin 17, samtengd markmið fyrir fólk, jörðina og velmegun. Byggt á þeim alþjóðlega skriðþunga sem skapaðist af leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um umbreytandi menntun í september 2022, kallar dagurinn í ár á að viðhalda öflugri pólitískri virkni í kringum menntun og marka leiðina til að umbreyta skuldbindingum […]

Spjaldtölvur í fátækrahverfum

Styrktarfélagið Broskallar hjálpar nemendum á fátækustu svæðum í Afríku að komast í háskóla með því að veita aðgang að kennslukerfi sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa þróað. Hringfarinn Kristján Gíslason styrkti verkefnið um 5 milljónir króna og hefur stuðlað að aðkomu fleiri íslenskra samtaka. Broskallar vinnur nú m.a. með ABC barnahjálp og hefur skóli á […]

Andlit Afríku

Bókin Andlit Afríku Hringfarinn – einn á hjóli í Afríku er gjöf frá Hring­far­an­um, styrkt­ar­sjóði til ABC barnahjálpar og verður bókin til sölu á skrifstofu okkar á 7.900 kr. Allt sölu­and­virði bók­ar­inn­ar renn­ur óskert til ABC barnahjálpar.Hring­far­inn Kristján Gísla­son fór á mótor­hjóli sínu nið­ur Afr­íku árið 2019 og hjól­aði 17.411 kíló­metra. Á leið­inni upp­lifði hann […]

Aðalfundur ABC barnahjálpar

ABC barnahjálp boðar til aðalfundar þriðjudaginn 24. maí kl. 17:30 í húsnæði ABC barnahjálpar og Nytjamarkaðarins við Nýbýlaveg 6. Á dagskránni eru almenn aðalfundarstörf. Allir eru velkomnir.

Áramótakveðja

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs um leið og við þökkum fyrir það liðna. Við erum uppfull af þakklæti er við horfum til baka yfir þau 33 ár sem ABC barnahjálp hefur starfað og hversu stórkostlega hluti hægt er að gera fyrir börnin okkar í Afríku og Asíu fyrir ykkar stuðning. Það er hreinlega ómetanlegt […]

Bakstursdagur hjá nemendum í Búrkína Fasó

Hverskyns bakstur þykir sjálfsagður hlutur fyrir okkur Íslendinga og ef svo ber undir er lítið mál að skreppa í bakarí og þar má nálgast flest það sem hugurinn girnist. Í Búrkína Fasó er ekki á hvers færi að fá nýbakað brauð eða kökur því venjulegt fólk hefur hvorki aðstöðu til baksturs né efni á því […]

Alþjóðlegur dagur vatnsins 22. mars 2021

Þegar þorsti sækir að okkur Íslendingum röltum við að næsta krana og fáum okkur hreint og kalt vatn. Við þvoum á okkur hendurnar með sápu og hreinu vatni og förum reglulega í sturtu eða leggjumst í heitt bað.  En gerum við okkur í raun og veru grein fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við hér […]